Iceland Outfitters er viðurkenndur söluaðili Salmologic á Íslandi

Salmologic.is

Vefverslun Iceland Outfitters

Velkomin á Salmologic.is

Hágæða flugustangir, hjól og línur

Salmologic er afrakstur ævistarfs Henriks Mortensen. Eftir að hafa hannað og þróað stangveiðivörur fyrir fremstu flugukastfyrirtæki heimsins í yfir 30 ár, framleiðir hann sínar eigin stangir undir nafninu Salmologic. Flestir þekkja til Henriks en jafnframt því að vera einn helsti stangar og línuhönnuður okkar samtíðar, hefur hann gefið út fjölda flugukastmyndbanda og bók sem hefur verið þýdd á mörg tungumál. Henrik er einn færasti flugukastari heims og hefur hlotið ótal viðurkenningar og verðlaun þess efnis.

Henrik hefur aðeins eitt markmið og það er að framleiða framúrskarandi flugukastútbúnað og það er engu til sparað til þess að ná hámarksárangri. Flugustangirnar eru framleiddar í S-Kóreu þar sem Henrik hefur verið með annan fótinn í gegnum árin við hönnun stanga og gæðaeftirlit en það er eina landið sem fólk getur fengið háskólamenntun í stangarsmíðum. Veiðihjólin eru framleidd í Þýskalandi af sömu fagmönnum og sömu verksmiðju og framleiðir hluti í Mercedes Benz. Línurnar eru framleiddar í verksmiðjum Rio eftir formúlu Henriks en eins og margir vita hefur Rio verið leiðandi í seinni tíma með efnasamsetningum og áferð flugulína.

Til að auðvelda fólki val á veiðitækjum sem henta þá hefur Henrik búið til töflu sem nefnist G&G kerfið. Þar er stöngin valin útfrá stærðinni af flugum sem oftast er veitt á. Stangarnúmer eru mismunandi milli framleiðenda og því ættu allir að geta valið sér veiðitækja sem henta best útfrá þessari einföldu formúlu.